Ekki eru allir bændur dýravinir

Það er til skammar að láta búfé sanda úti við þessar aðstæður. En því miður eru til þeir dýraeigendur sem er nokkuð sama.

Það er okkur Íslendingum til skammar að reyna ekki að uppræta útigöngu hrossa. Víða um land eru enn þann dag í dag hross á útigangi sem ekkert er hirt um. Eigendur þeirra hirða hvorki um að sjá þeim fyrir drykkjarvatni né að gefa þeim hey í verstu harðindum.

Enn þann dag í dag drepast hross úr hor á Íslandi. Ég hef heyrt hestaeigendur segja að hrossin hafi gott af því að alast upp við harðræði. Þau verði þá ekki allt of stórvaxin og útiveran geri þau harðgerðari! Heyr á endemi.

Nú eru fjölmiðlamenn hér á landi hvaðanæva úr heiminum, skrifa frásagnir af gosinu og senda heim myndir. Enn verðum við frægir úti í heimi af flónskunni sem ríkir hér.

Ættum við ekki að skammast til þess að koma þessum skepnum í skjól fyrir viðbjóðnum, sem kemur upp úr þessum eldfjöllum og dynur yfir þær.


mbl.is Búfé úti í miðjum mekkinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Gæti ekki verið meira sammála!

Þórarinn Baldursson, 17.4.2010 kl. 18:47

2 identicon

Þú hefur greinilega ekki hundsvit á því sem þú ert að blogga um

ææææææææææææ (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:05

3 identicon

Mikið er ég nú sammála ææææææææ. Það er held ég best fyrir þig að vera ekki að tjá þig um þetta því þú veist ekki NEITT um hvað þú ert að tala.

Daddi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:28

4 identicon

Daddi og æææææææ eru greinilega þessir aular sem þú bloggar um. Því miður er heimskt fólk of heimskt til að skilja heimsku sína. Sorglegt, og því miður erum við áratugum á eftir þegar kemur að velferð dýra hérlendis.

lundi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:34

5 identicon

sýnist ykkur þessar skepnur vera í gosmekki???? ekki sýnist mér. Heldur virðast þær hafa það mjög gott. Sælar að sjá!! Held að fólk ætti nú að gæta aðeins meira að því sem það skrifar og spara hleypidómana og stórheimskuorðin. Trúi því að allir sem eiga skepnur á þessu svæði geri allt sem þeir geta til að verjast skaða af öskunni.

gosi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:55

6 identicon

"Áhugamaður um Ísland og íslenska þjóð. Reyni að forðast sleggjudóma og alls konar níð í skrifum mínum."
Kannastu við þetta Björgvin   HAHAHAHA Verðurðu ekki aumur í skottinu að bíta svona í það hahahahahah

Vikki (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:01

7 Smámynd: ThoR-E

Þeir sem tala hér um að þeir sem bendi á að ekki sé gott fyrir hrossin að vera í þessum gosmekki, hafi ekki hundsvit á hlutunum ættu kannski að lesa þessa frétt.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/17/flytja_tharf_hrossin_i_burtu/

ThoR-E, 17.4.2010 kl. 21:05

8 Smámynd: ThoR-E

Þeir sem tala hér um að þeir sem bendi á að ekki sé gott fyrir hrossin að vera í þessum gosmekki, hafi ekki hundsvit á hlutunum ættu kannski að lesa þessa frétt.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/17/flytja_tharf_hrossin_i_burtu/

ThoR-E, 17.4.2010 kl. 21:05

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki forsvaranlegt að láta skepnur þurfa að vera úti undir þessu!

Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 21:37

10 identicon

Ekki ætla ég að mæla því bót að láta búfé vera úti í öskufallinu.Hitt vil ég minna á að björgunarsveitir af þessum landshluta ásamt lögreglu voru um daginn í Fimmvörðuhálsgosinu að vakta ferðafólk svo það færi sér ekki að voða.            Blogguðu þið nokkuð um það. Eða finnst ykkur vera munur á Jóni og séra Jóni.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:55

11 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Við erum búin að ferja 50 hross suður í skjól núna. Trúið mér, fólk reynir að redda öllu sem hægt er, en það er bara efriðara en að segja það, við vorum heppin að fá pláss fyrir þau. Ekki vera með svona rugl, haldiði virkilega að menn séu að vísa skepnonum út? Ekkert kjaftæði, það er ekki alltaf hægt að bjarga öllu en það gerist bara líka

Sigurður Heiðar Elíasson, 18.4.2010 kl. 04:56

12 identicon

Það er alltaf gaman að benda fólki á hvað það er að gera rangt þegar maður situr heima í felum á bakvið tölvuskjá... af hverju ferð þú ekki bara þangað og reddar hestunum?? skellir þeim bara í skottið og skutlar þeim til reykjavíkur...

fvf (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 05:33

13 identicon

Það er ekkert að útigöngu hesta almennt séð. Við erum með hestana okkar úti allt árið um kring, þeir komast alltaf inn í hús en þeir fara bara inn í það ef það er mý. Alveg sama hve slæmt og leiðinlegt veðrið verður á veturnar, þeir fara ekki inn í hús.

LH (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Guðmundsson

Höfundur

Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Áhugamaður um Ísland og íslenska þjóð. Reyni að forðast sleggjudóma og alls konar níð í skrifum mínum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband