Færsluflokkur: Bloggar

Engin rök eru birt

Það er sérkennilegt að myndlistarmaðurinn skuli ekki færa gild rök fyrir því að hann hefur ákveðið að skila verðlaununum. Hann talar aðeins um að hann eigi erfitt með að samsama sig öðrum verðlaunahöfum.  Sem sagt aðeins tilfinningar listamannsins.

Það virðist svo að mælirinn sé fullur hjá myndlistarmanninum, þegar Putin fyrrv. forseti rússneska sambandslýðveldisins og núverandi forsætisráðherra hlýtur þau. Ég leyfi mér að efast um að listamaðurinn hafi kynnt sér að ráði breytingarnar, sem hafa orðið á s.l. 20 árum í Rússlandi m.a. undir forystu Putins. Utanaðkomandi sem hafa fylgst með í Rússlandi s.l. nokkra áratugi vita hins vegar að það hefur ekki verið átakalaust að breyta lokuðu kommúnistaríki í lýðræðisríki bara sí svona. Það virðast hins vegar ábyrgir aðilar innan Quadriga samtakanna hafa gert áður en þeir völdu að verðlauna Vladimir Putin.


mbl.is Ólafur Elíasson skilar verðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eru allir bændur dýravinir

Það er til skammar að láta búfé sanda úti við þessar aðstæður. En því miður eru til þeir dýraeigendur sem er nokkuð sama.

Það er okkur Íslendingum til skammar að reyna ekki að uppræta útigöngu hrossa. Víða um land eru enn þann dag í dag hross á útigangi sem ekkert er hirt um. Eigendur þeirra hirða hvorki um að sjá þeim fyrir drykkjarvatni né að gefa þeim hey í verstu harðindum.

Enn þann dag í dag drepast hross úr hor á Íslandi. Ég hef heyrt hestaeigendur segja að hrossin hafi gott af því að alast upp við harðræði. Þau verði þá ekki allt of stórvaxin og útiveran geri þau harðgerðari! Heyr á endemi.

Nú eru fjölmiðlamenn hér á landi hvaðanæva úr heiminum, skrifa frásagnir af gosinu og senda heim myndir. Enn verðum við frægir úti í heimi af flónskunni sem ríkir hér.

Ættum við ekki að skammast til þess að koma þessum skepnum í skjól fyrir viðbjóðnum, sem kemur upp úr þessum eldfjöllum og dynur yfir þær.


mbl.is Búfé úti í miðjum mekkinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að heyra

Frábær árangur! Það er vert að fagna því sem vel er gert. Gætuð þið ímyndað ykkur, góðir lesendur, hver staðan væri á Austurlandi núna, ef þess i verksmiðja hefði ekki verið reist?

Þetta fyrirtæki er ekki aðeins stórkostleg lyftistöng fyrir þennan landsfjórðung, heldur landsmenn alla. 350 þús tonn að verðmæti samtals um 75 milljarðar er einfaldlega frábært, þegar tekið er tillit til þess að álverð var mjög lágt fyrri hluta ársins.

Gera má ráð fyrir að um þriðjungur af tekjum fyrirtækisins verði eftir í íslensku þjóðarbúi.

Sjórendur og starfsmenn Alcoa Fjarðaáls eiga heiður skilið fyrir þennan góða árangur.

Bestu hamingjuóskir!

 


mbl.is Fjarðaál framleiddi 349 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur fer til Danmerkur

Steingrímur J. Sigfússon er á leiðinni til Danmerkur. Það er spurning hvernig honum gengur að sannfæra danska ráðherra. Eftirfarandi klausa er tekin af heimasíðu danska sjónvarpsins þ. 5. janúar s.l.:

" Island nægter at betale sin rekordstore gæld til de lande, der har hjulpet landet ud af krisen. Island præsident nægtede i dag at fölge det islandske parlaments beslutning om at vedtage en bankpakke der vil koste hver islænding 12000 Euro."

Annað hvort eru danskir fréttamenn svona illa upplýstir eða þá einfaldlega vilja ekki setja sig inn í staðreyndir málsins. Kasta þessu trúlega fram vanhugsað. En svona fréttir hafa sín áhrif. Hvar er fagmennskan?

Í dag berast síðan fréttir um að danskur ráðherra sé þeirrar skoðunar að Danir eigi  ekki að standa við lánsloforð, sem búið var að gefa íslendingum, sbr. mbl.is í dag. 


mbl.is Halda áfram með Íslandslánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Björgvin Guðmundsson

Höfundur

Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Áhugamaður um Ísland og íslenska þjóð. Reyni að forðast sleggjudóma og alls konar níð í skrifum mínum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband