Gott að heyra

Frábær árangur! Það er vert að fagna því sem vel er gert. Gætuð þið ímyndað ykkur, góðir lesendur, hver staðan væri á Austurlandi núna, ef þess i verksmiðja hefði ekki verið reist?

Þetta fyrirtæki er ekki aðeins stórkostleg lyftistöng fyrir þennan landsfjórðung, heldur landsmenn alla. 350 þús tonn að verðmæti samtals um 75 milljarðar er einfaldlega frábært, þegar tekið er tillit til þess að álverð var mjög lágt fyrri hluta ársins.

Gera má ráð fyrir að um þriðjungur af tekjum fyrirtækisins verði eftir í íslensku þjóðarbúi.

Sjórendur og starfsmenn Alcoa Fjarðaáls eiga heiður skilið fyrir þennan góða árangur.

Bestu hamingjuóskir!

 


mbl.is Fjarðaál framleiddi 349 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skildi þó aldrei vera nú í þrengingunum þegar að fyrirtæki fara á hausinn í unnvörpum að álið verði það sem kemur okkur til bjargar.

Ég veit að þetta fer alveg ægilega í taugarnar á svokölluðum umhverfisverndarsinum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ekki ætla ég að gera lítið úr þýðingu álversins fyrir Austfirðinga.  Að tala um brúttóframleiðsluverðmæti segir hinsvegar lítið.  Í öllum rekstri er það nettótalan, sem eftir stendur og allt snýst um.  Það hefur alltaf verið erfitt að fá það upp á borðið hver  hagnaður þjóðarbúsins er, eftir að tillit hefur verið tekið innfluttra aðfanga (s.s. rafskauta)  og fjárfestingakostnaðar.

Þórir Kjartansson, 24.1.2010 kl. 10:42

3 identicon

Þórir,

ég er að tala um þriðjung af tekjum álversins inn í íslenskt samfélag, þ.e. laun til starfsmanna, tryggingargjald af launum, útsvar til sveitarfélagsins, kaup á aðkeyptri innlendri þjónustu, kaup á innlendum aðföngum og svo mætti lengi telja.

Það kemur ekkert fram í þessari frétt hvort álverið Alcoa Fjarðaál er að skila hagnaði af rekstri eða ekki. Það hlýtur fyrst og fremst að vera höfuðverkur hluthafanna, sem eru nánast eingöngu erlendir aðliar. En ef þú ert aðeins að hugsa um tekjuskatt, sem fyrirtækið greiðir til íslenska ríkisins þá er það allt annað mál. 

Það sem ég er að vekja athygli á er að það er mikill hagur af því að allur þessi fjöldi einstaklinga skuli hafa launatekjur hjá fyrirtækinu og öll þau innlendu fyrirtæki, sem raun ber vitni, skuli geta selt því vörur sínar og þjónustu. Nú sem stendur eru u.þ.b. 300 manns á vegum innlendra verktaka í vinnu hjá fyrirtækinu. Fastir starfsmenn eru um 400 talsins.

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgvin Guðmundsson

Höfundur

Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Áhugamaður um Ísland og íslenska þjóð. Reyni að forðast sleggjudóma og alls konar níð í skrifum mínum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband